Sumar 2022

Brimslóð Atelier veitingastaður

Kvöldverður 

ATH. Það þarf að panta í síðasta lagi fyrir kl. 17.30 samdægurs.

Máltíðin hefst um kl. 19.30 - allir borða á sama tíma.

3ja rétta „Set menu“

Verð: 8.500 kr

 

Góður matur, gott líf,  2 - 3 dagar – gisting og matarupplifun

Stígðu inn í heim bóka Gísla Egils og Ingu Elsu og dveldu á gistiheimili þeirra á Brimslóð Blönduósi í tvær nætur og bættu þeirri þriðju við fyrir lítið verð.

Í sumar ætla Inga og Gísli að bjóða upp á 2 - 3 daga upplifun í anda bóka þeirra Góður matur, gott líf í takt við árstíðinar, Eldað og bakað og Sveitasælu. Bækurnar hafa notið mikilla vinsælda og hlotið fjölda tilnefninga og viðurkenninga bæði hérlendis og erlendis.

Dagskráin verður blanda af fróðleik, skemmtun og slökun. Eldað verður úr  hráefnum úr nærumhverfi. Saman hjálpast hópurinn við undirbúning og matseld. Ævntýralegur hádegis- og kvölverður verður snæddur í góðum félagsskap, annaðhvort úti í náttúrunni eða á Brimslóðinni. Tilvalið fyrir minni hópa eða fjölskyldur.

Gistiheimilið og veitingastaðurinn Brimslóð Atelier eru í tveimur einstökum húsum sem standa því sem næst hlið við hlið þ.e. gamla bílaverkstæðið og svo  Hemmertshúsi sem var reist árið 1882. Hemmertshús er sögulegt hús og sannarlega herragarðurinn í gamla bænum á Blönduósi. Staðsetningin er við opinn Húnaflóa, steinsnar frá ósum Blöndu, ægifagur fjallgarður Strandanna rammar inn einstakt umhverfið við hafið.

Hámarksfjöldi: 20 manns, lágmarksfjöldi 4.

Dagskráin inniheldur meðal annars gistingu í 2 - 3 nætur og allar máltíðir 

· Eldað í takt við árstíðirnar -  áhersla er lögð á að finna ferskustu og fallegustu hráefnin, hvort sem þau koma frá bændum, úr vötnum eða sjó, haganum eða garðinum. Fjölbreyttar eldunaraðferðir.

· „Nose to tail“. Lærðu að vera betri og ábyrgari neytandi, uppgötvaðu hráefni sem venjulega er ekki að finna á hverju strái.

· Góð ráð og innsýn í matarljósmyndun. Stílismi, sviðsetning, ljós, sjónarhorn, val á linsum eða bara myndavélinni í símanum þínum. Trikk og trix.

· Ræktaðu garðinn þinn og bættu lífsgæði þín með einföldum og gefandi hætti. Fyrstu skrefin og góð ráð.

· Kokteila-, sultu- og sírópsgerð með íslenskum hráefnum.

· Villtar jurtir – nýting, geymsla og tínsla.

· Brimslóðar akademían: Fræðsla um áhugaverða bjórstíla, íslenskir gæðsbjórar smakkaðir.

· Að búa til íslenskar teblöndur frá grunni.

· Slökun, hvíld og gönguferðir.

Verð miðast við eina manneskju í tveggja manna herbergi með sérbaðherbergi.

Innifalið: gisting í 2 nætur, 2x morgunverður, 2x hádegisverður, 2x fordrykkir og fingrafæði, 2x 3ja rétta kvöldverður.

Heildarverð fyrir einn í tvo daga: 95.900 kr.

Gestum er boðið að bæta við 3ju nóttinni fyrir 5.450 kr með morgunverði (18.900 kr fyrir 2), til að skoða áhugaverða staði í næsta nágrenni við Brimslóð Atelier á Blönduósi.

Fyrir áhugasama sendið okkur skilaboð í netfangið: [email protected] eða hringið í Ingu Elsu (sími: 820 0998).

Við sendum ykkur ítarlegri dagskrá og hvað þarf að taka með sér t.a.m. í skó- og skjólfatnaði.

Heyrumst – Inga Elsa Bergþórsdóttir og Gísli Egill Hrafnsson